143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:21]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka það fram að hann er að reyna að halda sem best bókhald yfir þá sem hafa beðið um orðið undir þessum dagskrárlið. Það kann að vera að það verði þess valdandi að einhverjir verði að bíða lengur en þeir hafa gert ráð fyrir. Allmargir hafa beðið um orðið og ég vil biðja hv. þingmenn um að sýna biðlund. Forseti mun að sjálfsögðu sjá til þess að þeir þingmenn sem beðið hafa um orðið muni komast að í þeirri röð sem forseti hefur skrifað nöfn þeirra niður.