143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta hina efnislegu skýringu á því af hverju hann sendi tillöguna út eða lét dreifa henni hér á föstudag sem, eins og hann segir sjálfur, er svolítið óvanalegt en þakka ber honum hina efnislegu skýringu. Við getum svo sem verið sammála eða ósammála henni.

Hins vegar gaf hann ekki skýringu á því af hverju þessi tillaga var sett á dagskrá hér í dag áður en umræðunni um skýrsluna var lokið. Við heyrðum það vissulega í fréttum frá hæstv. utanríkisráðherra, hann sagði bara að fólk væri ekki lengur að tala um skýrsluna og hann teldi að umræðunni væri lokið. Er það nú orðið svo að einstakir ráðherrar geta ákveðið hvenær við höfum klárað umfjöllun um stór mál, stærstu mál sem við eigum nú við? Er það í hendi einstakra ráðherra, sem nú mótmælir þeirri viturlegu ráðstöfun forseta að taka málið af dagskrá í dag?