143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:44]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið dreift þingsályktunartillögu sem varðar það að spyrja þjóðina og taka, eins og átti að gera og að var stefnt, ákvörðun eftir efnislega umræðu. Þá væri þjóðfélagið sjálft líka búið að fá að ræða þessa skýrslu, væntanlega í meira en viku, og tilvalið að flýta fyrir meðferð þingsályktunartillögu um að leggja þetta í dóm þjóðarinnar, taka þetta fyrir samhliða sveitarstjórnarkosningunum, þegar þjóðin hefur fengið tækifæri og tíma til að ræða málið. Þá hefur þjóðin líka fengið ástæðu til að ræða málið, það yrði þá í eitt af þeim fáu skiptum sem þjóðin fengi tækifæri til að segja álit sitt á málunum og kannski sér hún þá ástæðu til að skoða málið nógu vel til að taka upplýsta ákvörðun.