143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hefur virðulegur forseti ekki velt fyrir sér stöðu þingsins, virðingu þess og stöðu þingmanna til að tjá sig um einstök mál og vægi þeirra?

Ég var í gærmorgun að undirbúa mig fyrir ræðuna vegna þess að ég er ein þeirra sem eru á mælendaskrá um skýrsluna sem átti að vera grunnur að ákvörðunartöku stjórnvalda um það hvað ætti að gera við aðildarumsóknina. Ég hafði kveikt á útvarpinu og heyrði hæstv. utanríkisráðherra segja að efnislegri umræðu um skýrsluna væri lokið og því væri ekki eftir neinu að bíða að leggja fram tillögu um slit.

Hér kemur hæstv. fjármálaráðherra í pontu og gerir lítið úr mikilvægi þeirrar skýrslu sem okkur var talin trú um að væri grunnurinn að ákvörðunartöku og þess vegna erum við búin að leggja okkur fram og viljum vanda okkur við umræðuna. Veltir hæstv. forseti (Forseti hringir.) því ekki fyrir sér hver staða þingsins er í þessu máli sem og virðing þess og sess?