143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

framtíðarsýn í gjaldeyrismálum.

[16:54]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Ég er að biðja hæstv. fjármálaráðherra að segja það alveg skýrt hvernig gjaldmiðilsmálum á að vera háttað á Íslandi í framtíðinni. Hann vill sem sagt sjálfstæða krónu. Á hún þá að vera í höftum? Ef hún á ekki að vera í höftum á þá að leysa höftin einhvern veginn? Erum við þá að tala um frjálsa krónu? Gaf það góða raun?

Við erum að tala um valkosti. Það er enginn að tala um einfaldar leiðir í þessu. Það er enginn að tala um töfralausnir eða neitt slíkt. Skýrslan er svona löng vegna þess að það eru margar hliðar á þessu. Evrusamstarf er að mati skýrsluhöfunda betri valkostur. Hann felur líka í sér erfiðleika, að sjálfsögðu. Hefur þetta mat farið fram innan ríkisstjórnarinnar? Liggur eitthvert slíkt mat á þessum valkostum að baki þeirri ákvörðun að loka þessum dyrum, slíta viðræðunum?