143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:12]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Katrínar Júlíusdóttur, við þurfum að fá úr því skorið hver framvinda þingsins verður. Það gengur ekki að þingið búi við þá stöðu að framkvæmdarvaldið rífi dagskrárvaldið ítrekað af þinginu. Ef einhver sjálfsvirðing er eftir hjá þinginu fáum við ráðrúm til að ljúka þinglegri meðferð um þessa skýrslu. Þannig sýnum við að þingið haldi á sínum málum með fullri sjálfsvirðingu og fullri reisn. Annað er eiginlega óviðunandi.

Ég óska eftir því að forseti geri grein fyrir því og eyði öllum vafa um það hver framvinda málsins eigi að vera þannig að þingið haldi hér eðlilegri reisn.