143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:18]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Sá er munurinn á þeirri tillögu sem hæstv. utanríkisráðherra hefur flutt fram um slit á viðræðum við Evrópusambandið og tillögu þeirri sem flutt var um að hefja viðræður við Evrópusambandið fyrir um fjórum árum að tillaga hæstv. utanríkisráðherra er endapunktur þess máls.

Hér er komin fram tillaga frá þingflokki Pírata ásamt þingmönnum Bjartrar framtíðar og Samfylkingar um að vísa málinu í þjóðaratkvæði og það er mikilvægt að þessar tvær tillögur séu ræddar samhliða enda eru þær efnislega tengdar og fjalla um sama málefnið. Ég legg það til við forseta að báðar tillögurnar verði ræddar samhliða.