143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:21]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Forseti vill geta þess að í 56. gr. þingskapa Alþingis, 2. mgr. stendur:

„Vísa má skýrslu til nefndar. Sé það gert skal fresta umræðunni og henni eigi fram haldið fyrr en einni nóttu eftir útbýtingu nefndarálits. Við framhald umræðunnar gilda að nýju ákvæði þingskapa um ræðutíma um skýrslur.“

Svo segir í þingsköpum Alþingis um vísun skýrslna til nefndar. Eins og forseti hefur sagt hefur það komið fram að skýrslunni verður vísað til nefndar. Forseti sem hér er í forsetastól hlustar á þau sjónarmið sem koma fram og færir þau til forseta Alþingis.