143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég hjó eftir því í svari virðulegs forseta að hann staðfesti ekki þá fullyrðingu að þingsályktunartillagan yrði ekki sett á dagskrá fyrr en skýrslan hefði fengið þinglega meðferð, sem þýðir að hún hefur fengið umræðu í þinginu, hún hefur fengið umræðu í nefnd og nefndaráliti dreift hér og tekið til umræðu.

Ég vil spyrja hæstv. forseta aftur að þessu. Er það svo að þetta grundvallarplagg, sem hefur svona mikið að segja eða átti að hafa svona mikið að segja fyrir ákvörðun stjórnarliða, fái þinglega meðferð, að við fáum að ljúka þinglegri meðferð um það áður en þingsályktunartillaga hæstv. utanríkisráðherra (Forseti hringir.) um að slíta viðræðunum verður tekin á dagskrá?