143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:54]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður var eitthvað að dylgja um að það lægi ekki ljóst fyrir hvert erindið var sem Hagfræðistofnun fékk í hendur. Það er á vef utanríkisráðuneytisins og stjórnarsáttmálinn vitanlega á vef forsætisráðuneytisins. Ef það er slegið inn í leitarglugga á síðu utanríkisráðuneytisins fær hv. þingmaður þessi gögn upp, þannig að það á ekki að vera flókið að finna þau, það er eitthvað annað sem býr að baki þessari yfirlýsingu hv. þingmanns.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, biðja hana að þýða fyrir mig þessa setningu sem fyrrverandi formaður Vinstri grænna lét falla hér í þessum ræðustól 2010:

„Við áskiljum okkur líka rétt til þess á hverju stigi málsins sem er að leggja það til að samningaviðræðum“ — þ.e. við Evrópusambandið — „verði hætt og það á Alþingi líka að gera.“

Hvað þýðir þessi setning?