143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:24]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir þessa fínu ræðu hans. Alltaf gaman að hlusta á hv. þingmann, verst hvað hann er alltaf að pæla í framtíðinni, hvernig verður Evrópusambandið eftir 100 og 200 ár. Þá verðum við nú örugglega dauðir báðir þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því.

Hann kom inn á í ræðu sinni að hér kæmu oft fyrir nefndir t.d. fulltrúar sveitarfélaga til þess að biðja um peninga fyrr hitt og þetta og það væri víða pottur brotinn, sérstaklega á landsbyggðinni í mörgum málum, heilsugæslu, vegagerð, fjarskiptum og alls kyns málum, við getum talið endalaust upp. Það virðist vera þannig og hefur komið fram í ferðum mínum um mitt kjördæmi að það vantar alls staðar peninga. Það er ekki mikil von í fólki, það sér enga von.

En eitt af því sem Evrópusambandið er með er byggða- og uppbyggingarstefna. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann geti sagt mér í stuttu máli hvert sé hlutverk byggðaþróunarsjóðs Evrópusambandsins sem fær 57,2% af heildarfjármagni uppbyggingarsjóðanna til ráðstöfunar. Getur hv. þingmaður (Forseti hringir.) sagt mér það í stuttu máli?

Frú forseti. Á ég ekki tvær mínútur í fyrra andsvari?

(Forseti (SilG): Forseti vekur athygli þingmanna á því að þar sem fjórir hv. þingmenn óskuðu eftir að veita andsvar styttist ræðutíminn í eina mínútu.)