143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[19:08]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að þetta svar hæstv. ráðherra taki af öll tvímæli um að menn gáfu vitandi vits yfirlýsingar sem þeir ætluðu ekki að standa við. Þá er ég að vísa til yfirlýsingarinnar sem formaður Sjálfstæðisflokksins gaf eftir kosningar, væntanlega eftir að hafa ráðfært sig við hæstv. trúnaðarmann sinn og menntamálaráðherra. Þá lá allt þetta fyrir.

Það sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um er það sem hann sagði orðrétt í ræðu sinni:

„Það er það mikil óvissa að rétt er að gera hér stans og sjá hverju fram vindur síðar meir.“

Þetta er ekki alls óvitlaus niðurstaða í stöðunni. En af hverju gerir þá hæstv. ráðherra ekki stans og hans ríkisstjórn og gerir það sem hann benti á síðar í ræðu sinni, að ef hér myndast þingmeirihluti síðar getur hann tekið til við umsóknina aftur? Hvers vegna stígur hæstv. ráðherra skrefi lengra en kemur fram (Forseti hringir.) í stjórnarsáttmálanum? Það er spurning sem hæstv. ráðherra þarf að standa skil á gagnvart þingheimi.