143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[20:55]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir svarið. Mér finnst það einmitt mjög mikilvægt sem hv. þingmaður kom inn á, að það lá alltaf fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á endanum. Nú lítur hins vegar út fyrir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði um þetta mál.

Mig langar að spyrja að öðru. Eins og staðan er núna finnst manni vænlegri kostur í stöðunni að hreinlega verði gert hlé á aðildarviðræðum þannig að við séum ekki að skemma neitt til framtíðar litið. Við getum þá tekið upp þráðinn að nýju og þurfum ekki að byrja á byrjunarreit. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé sammála mér í því að kannski sé hlé á viðræðum, eins og staðan er í dag, vænlegasti kosturinn.