143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:00]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég efast um að ég sé meiri galdramaður en hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir. En af því að við erum að fjalla um skýrslu Hagfræðistofnunar þá hef ég skilið hana á þann veg að niðurstaðan sé sú að í raun sé ekki um að ræða varanlegar undanþágur eða varanlegar sérlausnir. Þannig skil ég hana. Ég óska eftir að vita hvort hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir skilji hana einhvern veginn öðruvísi.

Þegar svo er í stórum málaflokki eins og þar er um að ræða, í fiskveiðistjórnun, getur hv. þingmaður verið sammála mér í því að langeðlilegast sé að komist sé að niðurstöðu um þau atriði fyrst, hver sem reynslan er almennt, úr því að afstaða þjóðarinnar mun ráðast af þessum tveimur köflum?