143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið er nei, ég get ekki frætt hv. þingmanninn í smáatriðum um það. Hins vegar heyrði ég ræðu hv. þm. Haraldar Benediktssonar um daginn þar sem hann, fyrrverandi formaður Búnaðarsambands Íslands — var hann það ekki? — sagði að þeir bændur hefðu ekki verið ánægðir með þetta.

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna alveg eins og er að ég þekki það ekki í smáatriðum, en samkvæmt þessu telja embættismenn í Brussel engin vandkvæði á því. Ég hugsa að þeir þekki skoðanir Búnaðarsambandsins betur en hugsanlega skoðanir neytenda á Íslandi í þessum málum.