143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er aldeilis steinhissa á hæstv. utanríkisráðherra sem ég hef nú oftast reynt að því að vera hinn almennilegasti maður. Við erum að tala um þessa miklu skýrslu og ég er að halda mína fyrstu ræðu og einn hv. þingmaður sagði að hún hefði verið mjög athyglisverð. (Gripið fram í: Framsóknarþingmaður.) (Gripið fram í.) Þá kallar hæstv. ráðherra það tilbrigði við málþóf. Það er auðvitað málið að þeir sem eru bestir í einhverju vita hver tilbrigðin eru, trúi ég. Hæstv. ráðherra veit það væntanlega frá síðasta kjörtímabili hvernig maður á að vera með tilbrigði við málþóf.

Ég vil gera athugasemd við það aftur hve fáir eru viðstaddir af þeim 34 þingmönnum sem samþykktu það í dag að ég yrði hér í kvöld — hvar er það fólk?