143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:21]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hlýt að taka undir það með hv. þingmönnum að hafi hæstv. utanríkisráðherra verið að hlusta þá er það ósvífni að koma hingað inn í þingsalinn og byrja á því að saka fólk um tilbrigði við málþóf. Það að tala í fyrsta skipti í máli, og það þekkir hæstv. utanríkisráðherra held ég ágætlega, að minnsta kosti miðað við mín kynni af Alþingi á síðasta kjörtímabili, getur tæplega talist málþóf. Ég ætla rétt að vona að með því sé hann ekki að segja að þingmenn eigi almennt ekki að hafa skoðanir á þeim málum sem hér eru rædd og að um leið og þeir eru að tala um það fleiri en tveir og þrír hugsanlega í hverjum flokki þá sé verið að stunda eitthvert málþóf. Þetta er bara ósvífni og dónaskapur og ekkert annað.

Svo mundi ég vilja vita hversu lengi er áætlað að fundur standi hér í kvöld. Á hann að standa fram eftir nóttu eða fram eftir miðnætti eða hvað hyggst hæstv. forseti gera þá?