143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:51]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti Ég lifi enn í þeirri von að samningaviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Þess vegna hef ég eiginlega haft þá reglu að vera ekki að úttala mig um skilyrði sem ég set hér í ræðustól Alþingis, það er opinber umræða. Það er öllum ljóst að sú umræða sem á sér stað hér á Alþingi er þýdd og send út og ég held að ekki sé rétt hjá okkur að setja fram ákveðin skilyrði.

En hv. þingmaður spyr mig út í þessa kafla. Ég held að ég hafi komið að því í 15 mínútna ræðu minni að þetta eru þeir tveir kaflar sem ég bíð eftir. Þeir munu gera útslag um það að hvaða niðurstöðu ég kemst þegar við höfum samning til að greiða atkvæði um og mætti nefna ýmis atriði þar. En tíminn er búinn þannig að mér gefst tími til að gera það í seinna andsvari.