143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:03]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef það er skoðun hv. þingmanns að ríka samstöðu þurfi til að halda viðræðum áfram þá held ég að sú ríka samstaða sé fyrir hendi. (Gripið fram í.) Já, við getum líka farið yfir það. Það er rík samstaða, 33:28 í raun og veru, eins og ég fór yfir áðan.

Snúum okkur að því sem er í dag, hv. þingmaður ætlar að styðja það að aðildarviðræðum verði hætt. Það er rík samstaða hjá þjóðinni, tæplega 70% vilja halda viðræðum áfram. Hvað gerðist úti á Austurvelli í dag? Mér fannst eins og ég væri kominn til ársins 2008. Fjögur til fimm þúsund manns voru hér úti og ég held að það sé bara byrjunin.

Virðulegi forseti. Hve margir hafa skrifað undir áskorun um að halda viðræðum áfram? Ég heyrði tölur í dag og ég sá hjá samtökunum Já Ísland að 17.500 manns höfðu á innan við sólarhring (Gripið fram í.) — 18.400 eru nýjustu tölur, ég á eitt andsvar eftir og þá verðum við örugglega komin í 19 þúsund.