143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:12]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að þingmenn stjórnarmeirihlutans skuli færa það hér í tal hvernig þessari skýrslu var lekið í fjölmiðla og kenna öðrum um það og reyna að bera það upp á einhverja aðra en hinn pólitíska meiri hluta hvernig það vildi til.

Ég vil bara rifja þetta upp. Kvöldið áður en skýrslan var lögð fram á Alþingi birtist blogg á vefsíðu Heimssýnar þar sem útlínur skýrslunnar voru dregnar upp. Síðan höfðu vildarvinir Framsóknarflokksins á Morgunblaðinu forgangsaðgang að skýrslunni og kokkuðu hana með hefðbundinni baktjaldamakksaðferð í blaðinu þennan morgun. (Forseti hringir.) Þetta er alþekkt. Menn leka skýrslu til að hafa áhrif, hanna atburðarásina, búa til væntingar. (Forseti hringir.) Þetta er það sem menn gera (Forseti hringir.) og menn eiga bara að viðurkenna það, kannast við það sem þeir gerðu en ekki reyna að kenna öðrum um. (Gripið fram í: Talarðu af reynslu?)