143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:25]
Horfa

Elín Hirst (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Einelti er mjög alvarlegt vandamál í þjóðfélaginu, bæði á vinnustöðum og í skólum. Sjálf hef ég barist fyrir því í grunnskóla hér í borg að uppræta slíkt og gengið ágætlega. Mér finnst hins vegar ákveðnir eineltistilburðir vera í gangi hér á hinu háa Alþingi gagnvart hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur. Ég get ekki orða bundist. Stöðugt er verið að gera grín að því sem hún segir og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Ég vil mótmæla því.