143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[22:53]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þetta og ég vil ítreka mikilvægi þess að við fáum skýrslu aðila vinnumarkaðarins áður en við höldum áfram. Mér finnst sú skýrsla geta verið mikilvægt innlegg í umræðuna og við hljótum að vera sammála um að við viljum taka algerlega upplýsta ákvörðun í þessu máli. Bíðum þá í þessa tvo mánuði eða hvað það er, hún átti að koma í apríl ef ég man rétt, og skoðum þetta mál betur. Ég skil ekki í þessum flýti. Ég ætla ekki að fara út í samsæriskenningar en mér finnst þetta mjög skrýtið. Vöndum okkur og gerum þetta vel, tökum yfirvegaða ákvörðun þegar þar að kemur.