143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:08]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hv. 10. þm. Norðaust., Brynhildur Pétursdóttir, hefur sett hér fram efnislega góðar spurningar, eins og um það hvaða sviðsmynd hæstv. ríkisstjórn hafi dregið upp verði mönnum að þeirri ósk sinni að eyðileggja það ferli sem er í gangi við Evrópusambandið. Í framhaldi af því á ég erfitt með að líða það að hæstv. utanríkisráðherra, sem situr hér í salnum eins og hann á að gera við þessa umræðu, taki ekki þátt í umræðunni, að hann svari ekki spurningum eins og þeim sem hv. þingmaður bar hér fram, mjög efnislegum og góðum spurningum.

Virðulegi forseti. Það er engan veginn hægt að una við þetta. Ég hvet hæstv. utanríkisráðherra til að láta af þessum leik sínum vegna þess að það er ekki langt síðan hann var óbreyttur þingmaður og þá var hann eins og flóafjandi, ræðustóllinn mátti varla losna án þess að hann væri kominn þangað.

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta ekki hægt.