143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skildi það þannig í dag þegar við héldum umræðunni áfram að skýrslan ætti að ganga til utanríkismálanefndar að lokinni umræðu hér og síðan kæmi tillaga hæstv. ráðherra, um að draga umsóknina til baka, ekki á dagskrá fyrr en nefndarálitið frá utanríkismálanefnd væri komið af því að hún ætti að vera grunnur að ákvörðun um hvernig ætti að halda áfram. Við skildum það alltaf þannig. En það er nú ósatt.

Ég verð hins vegar að segja að ég hefði svarið fyrir það fyrir ári síðan að hv. þáverandi þingmaður, nú hæstv. ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, gæti setið í þingsal tímunum saman án þess að koma hingað í ræðustól. Ég hefði bara ekki trúað því, ég segi eins og (Forseti hringir.) hv. þm. Kristján Möller: Það var ekki flóafriður fyrir manninum.