143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki þann heiður að sitja þingflokksformannafundi en hér berast frásagnir af því að hæstv. forseti hafi sagt að slíta ætti fundi þegar farið væri að halla í hálftólf. Klukkan er orðin hálftólf. Á morgun er þriðjudagur og þá getur fundur staðið fram eftir kvöldi, þannig að mér virðist stefna í að menn vinni hér tvö kvöld í röð. Mig langar að spyrja hvort hæstv. forseti geti ekki sagt okkur núna þegar ég stíg niður úr ræðustólnum hvort hann ætlar að slíta fundi á næstu fimm mínútum eða hvað. Það er fólk sem bíður eftir mér heima.