143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:32]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Um svo mikilvægt mál er að ræða að ég tel ekki eftir mér að standa hér að kvöldi til og ræða það. En alvarleikinn er ekki minni í því ljósi, sem ég hef margtönnlast á hér í dag, að alger óvissa ríkir um það hjá okkur í þinginu hvernig forseti ætlar að meðhöndla þingsályktunartillöguna. Hún kom hér inn óvænt, var sett á dagskrá í dag og nú á að setja hana á dagskrá aftur á morgun og gera okkur marklaus af því að skýrslan, sem við erum að ræða, átti að verða grundvöllur frekari ákvarðana um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Ég kalla ítrekað eftir því hvað forseti hyggst fyrir með dagskrána hér í þinginu.