143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[13:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mig langar að lýsa undrun minni yfir því að þessi tillaga fái að fara hér í gegn óáreitt. Það er ljóst að mikið vafamál er um það hvort hægt sé að líta á tillöguna sem þingtæka.

Mér finnst aðdróttanirnar í greinargerðinni gríðarlega alvarlegar. Ekki finnst mér síður alvarlegt það sem kemur fram í tillögunni sjálfri, hvort sem það er ekki bindandi eða innantómt, að við leggjum fram svona tillögur sem vitað er fyrir fram að hugsanlega binda hendur næstu þinga er auðvitað skandall.

Ég hef trú á því að hið vestfirska blóð sem ég á sameiginlegt með (Forseti hringir.) hæstv. forseta þingsins, í því blóði er líka dæmi um að fólk geti viðurkennt mistök.