143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[14:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það sem forseti átti við og taldi sig hafa sagt skýrt er einfaldlega það að með nýrri þingsályktunartillögu sem samþykkt yrði á Alþingi þar sem tekin væri önnur ákvörðun væri auðvitað tekin úr sambandi ákvörðun sem var samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslu á fyrra þingi. Það held ég að blasi við öllum þingmönnum og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa að árétta í þessari umræðu, svo augljóst er það að mati forseta.