143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[14:52]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti brást strax við ósk um það að halda fund í forsætisnefnd og tilkynnti að slíkur fundur yrði haldinn í kvöldverðarhléi enda er verið að fjalla um mál sem ekki er enn þá komið til umræðu þó að það sé á dagskrá.

Það er fyllilega óeðlileg og óréttmæt krafa að gera eigi hlé á þessum fundi til að fjalla um það mál. Forseti telur að hann hafi brugðist eðlilega og af sanngirni við þeim óskum sem fram komu um að funda í kvöldverðarhléi.