143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[14:53]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Ég benti á í fyrri ræðu minni að tillaga til þingsályktunar er lögð fram af utanríkisráðherra sem mun ekki víkja sér undan því ef ég þekki hann rétt að svara öllum athugasemdum vegna efnis málsins eða þess sem segir í greinargerðinni. En forsenda þess að honum gefist tækifæri til þess er að málið komist einhvern tímann á dagskrá. Mér virðist sem hér sé einbeittur vilji stjórnarandstöðunnar til að koma í veg fyrir að málið komist á dagskrá.

Það má annars segja um þau gögn sem kallað er eftir og eiga að sýna fram á að greinargerðin eigi við einhver rök að styðjast að það væri kannski einmitt í umræðu um málið sem við fengjum dýpri skilning á því, vegna þess að í (Gripið fram í.) stjórnarandstöðu eru margir þeir sem stóðu að tillögunni á sínum tíma eins og t.d. hv. þm. Össur Skarphéðinsson sem hefur skrifað heila bók um aðdraganda málsins og fært fram skýringar fyrir því (Forseti hringir.) hvernig pólitíska landslagið var á þeim tíma [Frammíköll í þingsal.] sem tillagan kom fram. (Forseti hringir.) Þess vegna eru upplýsingar um stöðu málsins (Gripið fram í.) jafnvel beinlínis háðar þátttöku (Forseti hringir.) stjórnarandstöðunnar, komist málið á dagskrá.