143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

umræður um dagskrármál fundarins.

[15:20]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Mig langar að taka undir sjónarmið sem kom fram hjá hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni um að þingsályktunartillaga sem Píratar, Björt framtíð og Samfylkingin hafa lagt fram komi til umræðu á undan þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra. Það er í rauninni tækifæri í þessari viku til að samþykkja þá tillögu ef atkvæðagreiðsla á að geta farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum. Það þarf hvort eð er að draga þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra til baka og laga orðalagið, þannig að þá er kærkomið tækifæri til að setja á dagskrá tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.