143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

málefni Seðlabankans.

[15:37]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur fyrir að hefja hér umræðu um Seðlabankann. Ég tel hana afar mikilvæga og það ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað milli hv. þingmanna og hæstv. fjármálaráðherra. Ég þakka honum fyrir að taka af öll tvímæli um að hér sé einhver vantrú á Seðlabankann í gangi eða seðlabankastjóra eða að nægilega faglega sé unnið af öllum her hagfræðinganna þarna inni. Af hverju erum við að þessu? Það er fullkomlega eðlilegt að endurskoða þetta á fimm ára fresti eins og kveðið er á um.

Hlutverk Seðlabankans er eftir sem áður greypt í lög og peningamálastefna þjóðarinnar er meginhlutverk seðlabanka, það að halda uppi verðstöðugleika.

Á sparistundum leyfum við okkur jafnvel að tala um að hér sé bara engin efnahagsstefna. Það er ekki svoleiðis. Á sama tíma erum við með fjármálastefnu sem við greinum á milli, það er efnahagsstefnan, þ.e. fjármálastefna og peningamálastefna. Það er mjög mikilvægt. Ég tek undir orð allra sem hér hafa talað um að halda í þetta sjálfstæða hlutverk Seðlabankans.

Svo ég snúi jákvæðu hliðinni út getum við síðan stutt Seðlabankann með því að líta í eigin barm og styðja Seðlabankann enn frekar í okkar fjármálastefnu (Forseti hringir.) með því að halda uppi verðstöðugleika.

Tökum það seinna fyrir.