143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

þingleg meðferð skýrslu um ESB.

[16:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég man þegar ég fór stundum óvart inn á alþingisrásina og varð vitni að fundarstjórn forseta hér í „den tid“. Ég var alltaf svo hissa á þessum dagskrárlið, ég skildi hann ekki. Ég skil hann núna. Hann gengur út á það að við fáum ekki nægilega skýr svör. Oft, eins og í gærkvöldi, þarf maður að ítrekað biðja um að fá svör um það hvað við eigum að vera lengi í vinnunni. Allir þeir sem fylgjast með því hvers konar vinnubrögð eru hér hljóta hreinlega að missa trúna á lýðræðið. Ég er líka að hlusta á dyninn frá unga fólkinu sem er að reyna að fá okkur til þess að gera eitthvað í þeirri frekar ömurlegu framtíðarsýn sem hér blasir við ef við snúum ekki blaðinu við. Mér finnst svo skrýtið að við megum nánast ekki horfa út um gluggana hér í þinginu. Gluggatjöldin eru dregin fyrir (Forseti hringir.) og við megum ekki draga þau frá út af því að gjáin á milli þings og þjóðar er orðin svo mikil.