143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

þingleg meðferð skýrslu um ESB.

[16:16]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Frú forseti. Ég þakka formanni utanríkismálanefndar fyrir þetta skýra svar og [Hlátur í þingsal.] og geri ekki ráð fyrir því að verði andstaða við það í nefndinni að hún taki málið fyrir. [Hlátur í þingsal.]

Frú forseti. Ég hef talið langheppilegast að halda ekki frekar áfram um ræðum um þessi Evrópusambandstengdu mál fyrr en forsætisnefnd væri búin að hittast og funda um það mál. Hæstv. forseti hefur talað um kvöldmatarhlé í þeim efnum. Það er ekkert sem bannar að fara snemma í kvöldmat. Það liggur ósköp einfaldlega þannig að það gæti orðið til þess að greiða verulega götu umræðna og þingstarfa hér í framhaldinu. Þar með má líka taka á því og beina tilmælum til utanríkisnefndar, ef forsætisnefnd yrði einhuga um það, að skýrslan skuli fá vandaða þinglega meðferð þegar hún er komin til nefndarinnar og að skilað verði nefndaráliti og seinni hluti umræðunnar fari aftur fram. Þá fær skýrslan sómasamlega umfjöllun. Kostur við þá málsmeðferð er líka að á meðan gæfist hæstv. utanríkisráðherra og stjórnarmeirihlutanum ráðrúm til þess að bjarga sér í (Forseti hringir.) land með hina óbrúklegu greinargerð þingsályktunartillögunnar áður en kæmi að umræðu um hana.