143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

þingleg meðferð skýrslu um ESB.

[16:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Er ekki veruleikinn bara sá að skýrslan er hreinlega komin í tætarann? Við erum að fjalla um skýrsluna en ekki er á hreinu hvernig verkferlið á að vera á henni þegar við erum búin að ljúka umræðum um hana. Ekki hefur verið hlustað á neinn því að búið er að leggja fram tillögu um lúkningu málsins áður en við höfum rætt um tillöguna. Mér finnst það furðuleg vinnubrögð. Mig langar til þess að þingmenn, sér í lagi nýir þingmenn áður en þeir verða samdauna undarlegum vinnubrögðum hér, reyni að setja vinnuna hér í samhengi við vinnu á öðrum vinnustöðum. Mundi sá vinnustaður, fyrirtæki eða stofnun, nokkurn tímann lifa af? Við verðum að fara að breyta þessum vinnubrögðum, forseti. Við verðum.