143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir málefnalega ræðu. Hún vék töluvert að styrkjum á sviði byggðamála og uppbyggingar á ýmsum sviðum í tengslum við Evrópusambandsaðildina. Er ekki rétt skilið hjá mér að þar er fyrst og fremst um að ræða styrki sem við stæðum straum af sjálf ef til aðildar kæmi? Er ekki líka rétt hjá mér að í öllu því mati sem farið hefur fram á undanförnum árum er gert ráð fyrir að Ísland muni greiða meira til Evrópusambandsins en það fái til baka?