143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst vil ég segja að þegar ég var að ræða hér um byggðastyrki og bera saman vinnuna við Sóknaráætlun landshluta og svo þann styrk sem hæstv. forsætisráðherra hefur nýverið úthlutað var ég að tala um regluverkið sem tryggir jafnræði með mönnum, sem tryggir þarfagreiningu, samráð, viðmið og eftirlit. Ég var ekki að tala um upphæðir. Í ræðu minni lagði ég áherslu á að ég hefði frekar viljað að aukið fjármagn hefði verið veitt í sóknaráætlanir landshluta en að úthluta 205 milljónum úr skúffu hæstv. forsætisráðherra. Það var aðalatriðið í þeim kafla ræðu minnar.

Varðandi samanburð á efnahagslegri stöðu Íslands og Evrópusambandsins get ég ekki fallist á þá greiningu sem hv. þingmaður setti fram í (Forseti hringir.) andsvari sínu.