143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:38]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Nei, ég verð að játa að ég sé ekki hvað það hafi átt að vera, nema ef verið gæti að skýrslan hafi einfaldlega verið of jákvæð og sýnt Evrópusambandið í of jákvæðu ljósi fyrir stjórnarþingmenn, nú er ég að spekúlera, ef þeir hafa ekki séð sér fært að verja það að halda ekki áfram, þetta væri of góður díll, ég veit það ekki, ég hreinlega veit það ekki.

Það sem ég átel eru þessi vinnubrögð því að ég ætlast til meira af þinginu. Við eigum öll að gera það. Íslenska þjóðin gerir það svo sannarlega og við þurfum að hafa dug í okkur til að hlusta á það og setja okkur sjálf ekki ofar. Það er grundvallaratriði. Ég endurtek aftur fyrra svar mitt. Það hefur verið einhver góður biti sem þeir hafa fundið. Það er mín ágiskun.