143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:41]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur. Og úr því hún nefndi skuldaleiðréttingarnar og önnur mál sem eiga að fara í gegnum þingið þá er í því tiltekna máli engin launung á, og ég hef sagt það áður í þessum ræðustól, að ég er ekki hrifin af þeim áformum ríkisstjórnarinnar að demba inn í framtíðina 80 milljörðum. Ég mun ekki styðja það. Ég sakna svo sem ekki þeirra tillagna en auðvitað er það óþolandi fyrir það fólk sem það gerir, að fólk fái ekki svör því að óvissan er miklu verri, það er miklu verra ástand en að fá bara skellinn, þá getur maður haldið áfram, en hitt er miklu verri staða.