143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:48]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við verðum að muna í þessari umræðu allri að mörg Evrópulönd fóru ekki illa út úr kreppunni, t.d. Norðurlöndin. (Gripið fram í.) Já, en mörg gerðu það ekki, það er mikill breytileiki innan Evrópusambandsins. Við fórum illa út úr kreppunni og við fórum ákveðna leið sem var ágæt leið að mínu mati. Nú er ég búin að gleyma hinum hluta spurningar hv. þingmanns. (Gripið fram í: Aðferðafræðin við að vinna sig út úr kreppu.) Hv. þingmaður talaði um flöktið á gjaldmiðlinum og allt það. Ég held einmitt að við eigum að vinna að því öllum árum að stöðva það og koma á stöðugleika. Margir vilja handstýra hér öllu og ég vil ekki að við getum gert það.