143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:06]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að til dæmis hæstv. fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson hefur bent á ómöguleika þess að ríkisstjórn sem er andsnúin aðild að Evrópusambandinu leiði slíkar viðræður. Ég skil mætavel þá afstöðu formannsins og tel heiðarlegt að hann lýsi henni. En ríkisstjórnin er þegar búin að leysa upp samningaviðræðurnar og setja umræðurnar — þær eru hér. Það eru ekki viðræður í gangi, við erum bara eins og Sviss sem árum saman og áratugum hefur verið með viðræðuhlé. Ég held að farsælast sé til að slíta ekki þjóðina í sundur að leyfa því að standa svo á meðan þessi ríkisstjórn er við völd.