143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fór yfir það áðan að innan flestra flokka eru mjög skiptar skoðanir um Evrópusambandsaðildarviðræður. Ég ætla ekki að tala hér fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en ég veit að í stefnuskrá hennar fyrir síðustu kosningar kom skýrt fram að VG vildi ekki taka það frá þjóðinni að hún fengi sjálf að ákveða um þessi mál. Ég held að það sé mikilvægt ef slík samstaða skapast, að við getum verið sammála um að þetta sé það umdeilt mál, það séu ólíkar skoðanir innan ólíkra flokka, að við getum leitað til kjósenda og fengið þar með afstöðu í málinu.

Varðandi síðasta kjörtímabil var það auðvitað til mikilla vandræða, ekki síst að í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sat ráðherra sem var andvígur Evrópusambandsaðildarviðræðum,(Forseti hringir.)en það hefur átt við mörg ríki að þar hafa verið ríkisstjórnir sem hafa verið klofnað í afstöðu sinni til sambandsins þegar þær sóttu um aðild.