143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú var það svo á síðasta kjörtímabili að meirihlutavilji var fyrir því í þinginu að halda áfram. Flokkurinn sem fór með forustu í ríkisstjórn og utanríkisráðuneyti var hlynntur aðildarviðræðum og ýmsir úr stjórnarliðinu, VG, töldu það fullkomlega eðlilegt á þeirri stundu.

Ég skil alveg að hæstv. fjármálaráðherra sjái ákveðin vandkvæði á því að vera með ríkisstjórn í forustu fyrir þessum málaflokki þar sem enginn stuðningur er við málið. Ég held að það sé ekkert óeðlilegt að ákveða að setja í hægagang núna og sjá hvernig pólitísk afstaða þróast.