143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:28]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það var svolítið skemmtilegt í atkvæðagreiðslum núna fyrir jólin þegar Bjarni Ben. og ríkisstjórnin kusu með máli og bæði hægra og vinstra megin við okkur lýstust töflurnar upp og urðu grænar af atkvæðum stjórnarliðanna. Svo benti einhver hæstv. ráðherra Bjarna Ben. á greiða ætti atkvæði gegn tillögunni og hann breytti atkvæði sínu í rautt, í nei, og maður sá að töflurnar lýstust upp og urðu allar rauðar. En viti menn, hæstv. ráðherra Bjarna Ben. var bent aftur á að það hefði víst átt að segja já við tillögunni og hann greiddi því aftur atkvæði og töflurnar lýstust upp og urðu grænar aftur.

Við héldum að þetta væri jólastemning en þarna er nokkuð ljóst að þingmenn voru að kjósa eftir flokki sínum. Að sjálfsögðu kjósa þingmenn hérna eftir flokki sínum og við skulum ekki vera að fara í grafgötur með það. Þannig hefur þetta alltaf verið. (Gripið fram í.) En hvað varðar þetta mál veit ég ekki, það hefur verið sagt að þar hafi þingflokkar verið skiptir en að sjálfsögðu kjósa menn yfirleitt eftir flokki sínum.