143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:33]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka forseta fyrir atbeina hans í þessu máli. Staðan er þannig núna að boltinn er hjá hæstv. utanríkisráðherra. Forseti þingsins hefur fært honum afstöðu forsætisnefndar og umræðuna sem þar hefur farið fram og það verður ekki við annað unað en að annað tveggja verði næsta skref hér: Að afstaða ráðherra verði gerð þingi heyrinkunnug strax hér í þingsal eða að umræðu verði frestað um þetta mál. Það eru þeir tveir kostir í stöðunni.

Auk þess finnst mér eiginlega lágmark, virðulegur forseti, að hæstv. ráðherra heiðri okkur með nærveru sinni í þingsal.