143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:03]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég þakka enn og aftur hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur fyrir spurninguna. Það er sama spurningin, mér fannst ég svara henni nokkuð vel í fyrra svari en það má kannski segja að það sé ekkert í þessari skýrslu sem styðji það eða breyti þeirri staðföstu skoðun sem kom fram í stjórnarsáttmála beggja flokka og svo í ríkisstjórnarsáttmálanum, að ekki skyldi haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það liggur fyrir.