143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:13]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir hans spurningar og vissulega knýjandi spurningu þegar kemur að gjaldmiðlinum. Þetta er hins vegar stærra mál en svo að það snúist bara um gjaldmiðilinn. Við erum hér með krónu í höftum sem gefur vissa möguleika. Við þurfum alltaf að hafa skýra efnahagsstefnu og við þurfum að fara í afnám hafta og það er ferli sem við erum í. Evran er síðan í óvissuástandi og Evrópa öll. Ég held að það sé allt í lagi að anda með nefinu og vinna í okkar eigin efnahagsstefnu.