143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:38]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hugsanlega gæti slík tillaga verið brú á milli ólíkra skoðana en hún þyrfti að sjálfsögðu meiri tíma eins og sú tillaga sem þegar er komin fram. Það eru komnar fram tvær tillögur, sömuleiðis um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum. Mér finnst að við eigum að gefa okkur lengri og betri tíma til að ræða svona stórt mál sem skiptir jafn marga jafn miklu máli og raunin er og ég tel vart hægt að fara aðra leið. Það er mín skoðun, ég veit að ekki eru allir mér sammála í því.