143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:41]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að svara þessu sem fyrrverandi sveitarstjórnarmaður. Ég sat í sveitarstjórn í Mosfellsbæ frá árinu 2002 þar til ég var kjörin á þing 2007. Ég ætla að segja alveg heiðarlega við alla hv. þingmenn og hæstv. ráðherra að ég átti þá ósk heitasta, þegar kom að kosningum, að ekki yrði drullumallað á Alþingi, að menn virtu sveitarstjórnarkosningarnar og kæmu ekki fram í aðdraganda kosninga með mál sem verulega steytti á skeri um á meðal þingmanna og ólíkra flokka og bæru þannig ágreining í landsmálum inn í sveitarstjórnarkosningar. Þess vegna hef ég verið þeirrar skoðunar að sveitarstjórnarkosningar eigi að fá að standa einar og sér, óháðar öðrum atkvæðagreiðslum.