143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:13]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja eins og er að ég sé það ekki fyrir mér eftir það sem á undan er gengið að hér verði skyndilega einhver svakalega málefnaleg umræða um þessa skýrslu eða nokkra einustu þingsályktunartillögu í kjölfarið. Vegna þess að hæstv. utanríkisráðherra hyggst endurskoða orðin í þingsályktunartillögunni þá tek ég undir orð annarra hv. þingmanna sem lagt hafa til að þessum þingfundi verði slitið og að við höldum áfram á morgun. Við verðum öll úthvíld og kannski búin að róa okkur aðeins og verðum aftur orðin fær um að ræða þetta málefnalega vegna þess að þingheimur er það greinilega ekki núna.